ÞJÓÐIN Á FISKINN SEGIR HARVARD STÚLKAN

    “Í núverandi kvótakerfi fá sömu aðilar samkeppnislaust afnot af fiskiveiðiauðlindinni. Hvar er þessi “nýsköpun og samkeppni” í því? Væri ekki betra að setja kvótan á uppboð? Þá fyrst myndi myndast alvöru nýsköpun. “Þjóðin á fiskinn” – 1. gr. í lögum um stjórn fiskiveiða,” segir Harvard stúlkan Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir (18) sem hefur vakið athygli fyrir að gefa Bjarna Ben góð ráð varðandi stjórn landsins og bætir við:

    “Ný stjórnarskrá inniheldur auðlindarákvæði sem tryggir að auðlindin sé í eigu þjóðar og greitt sé fullt gjald fyrir, ásamt sterkum gagnsæis og náttúruverndarlögum. Þetta kollfellir kvótakerfið í núverandi mynd en segir ekki hvernig útfærslan yrði. Útfærsla á fiskveiðistjórnunarkerfi yrði annað mál, en ljóst er að það kerfi þyrfti að byggjast á því að fiskurinn sé í eigu þjóðar. En þetta á líka við um allar auðlindir, land, vatn raforku etc. og því mikilvægt að þetta fari í stjórnarskrá Hinnsvegar myndi allt það sem kallast er arður rennur til ríkisins rétt eins og Landsvirkjun gerir. Þá hefur fyrirtækið rúm fyrir fjárfestingu og annan kostnað en eigandinn af auðlindinni er þjóðin.”

    Auglýsing