ÞJÓÐGARÐUR FYRIR ÚTVALDA

  Manneskja á hálendinu heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Þjóðgarður eða ekki þjóðgarður? Menn halda að þar liggi efinn. Málið snýst ekki um það, því flestir sem tjá sig um málið – með eða á móti – elska hálendið og vilja njóta þess sem mest óskertu áfram.

  Steini pípari og ráðherrann.

  Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðar hefur tekið sér vald sem styðst ekki við lög. Þetta viðurkennir umhverfisráðherra og í stað þess að koma hlutunum í betri farveg býr hann til frumvarp sem veitir stjórninni víðtækari heimildir til gerræðislegra ákvarðana.

  Við skulum taka dæmi.

  Hálendið skartar sínu fegursta úr lofti. Margir ljósmyndarar hafa keypt sér smádróna til að ná slíkum myndum. Allar slíkar myndatökur eru háðar leyfi landvarða. Til að ná góðum myndum fara menn gjarnan af stað deginum áður en von er á góðum myndaveðri. Þeir gista í nágrenninu og fara síðan á valda staði til að ná ákveðnum myndum á réttum tíma til að ná góðri birtu. Þegar þeir koma á staðinn lenda þeir á landverði sem hefur neikvæða afstöðu til slíkrar myndatöku og neitar um leyfið. Nokkur hundruð kílómetra akstur, gisting og mikill tími hefur farið í vaskinn. Ef um vandamál er að ræða við notkun hljóðlátra smádróna mætti setja um þá málefnalegar reglur en ekki slíkt ofstjórnaræði. Um það snýst málið. Það er fáránlegt að Alþingi samþykki slíkt.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinALI (79)
  Næsta greinHELGI SELJAN (42)