Í minningagrein um Gísla Gunnarsson sagnfræðiprófessor í gær kemur fram áhugaverð frétt. Það er í grein eftir dóttur Gísla, Málfríði Gísladóttur lögfræðing, – hún segir frá því að Gísli hafi fengið morðhótun fyrir aðkomu sína að sjónvarpsþáttunum “Þjóð í hlekkjum hugarfarsins”.
Þar segir hún: “Elsku pabbi með sérlundina. Þú fórst þínar eigin leiðir, stundum voru þær ótroðnar og varhugaverðar. Ég man eftir atviki, sennilega árið 1993. Þú fékkst morðhótun. Bandruglaður náungi ætlaði að skjóta þig. Þetta var í kringum sjónvarpsmyndaþættina „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins“. Ég spurði hvort þú værir búinn að láta lögguna vita. Þú brostir góðlátlega og sagðir að manngreyið kynni ekki á byssu.”
—
Sjá nánar um sjónvarpsþættina hér.