ÞJÓÐ Í HLEKKJUM HUGARFARSINS – MORÐHÓTUN

    Málfríður og Gísli heitinn Gunnarsson.

    Í minningagrein um Gísla Gunnarsson sagnfræðiprófessor í gær kemur fram áhugaverð frétt. Það er í grein eftir dóttur Gísla, Mál­fríði Gísla­dótt­ur lög­fræðing­, – hún segir frá því að Gísli hafi fengið morðhótun fyrir aðkomu sína að sjónvarpsþáttunum “Þjóð í hlekkjum hugarfarsins”.

    Þar segir hún: “Elsku pabbi með sér­lund­ina. Þú fórst þínar eig­in leiðir, stund­um voru þær ótroðnar og var­huga­verðar. Ég man eft­ir at­viki, senni­lega árið 1993. Þú fékkst morðhót­un. Bandruglaður ná­ungi ætlaði að skjóta þig. Þetta var í kring­um sjón­varps­myndaþætt­ina „Þjóð í hlekkj­um hug­ar­fars­ins“. Ég spurði hvort þú vær­ir bú­inn að láta lögg­una vita. Þú brost­ir góðlát­lega og sagðir að mann­greyið kynni ekki á byssu.”

    Sjá nánar um sjónvarpsþættina hér.

    Auglýsing