ÞINGMENN GREIÐA MINNA FYRIR HÁDEGISMAT EN HÁSKÓLANEMAR

    “Er rétt að þingmenn, sem eru meðal tekjuhæsta fólks í landinu, greiði minna fyrir hádegismat en háskólanemar?” spyr Óskar steinn Jónínuson Ómarssom, fyrrum fyrrum ritari Samfylkingarinnr og áður stjórnarmaður í Félagi ungra jafnaðrmanna – og heldur áfram:

    “Framfærsla námsmanna hjá LÍN er 184.000 kr. Þingfararkaup er 1.101.194 kr, eða sex sinnum hærra. Námsmenn greiða 880 kr fyrir heitan hádegismat í Hámu. Þingmenn greiða 23% lægra verð, eða 680 kr, fyrir hádegismat í mötuneyti Alþingis. Miðað við 22 vinnudaga í mánuði greiða námsmenn 19.360 kr fyrir hádegismat, eða 10,5% af framfærslu þeirra. Miðað við sömu forsendur greiða þingmenn 14.960 kr fyrir hádegismat, eða 1,3% af þingfararkaupi.”

    Auglýsing