
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frú Ursula von der Leyen, er búin opinberlega að viðurkenna að orkupakkar Evrópusambandsins séu ekki brúklegir – nefnt „pakki“ því þetta er safn af reglum sem er lagabálkur sem lýtur að sameiginlegum orkumarkaði innan Evrópusambandsins (ESB) og evrópska efnahagssvæðisins (EES). Lagasetningunni er ætlað að efla samkeppni, einkum yfir landamæri, á mörkuðum fyrir gas og raforku. Og auka sjálfstæði eftirlitsstofnana á orkumarkaði.
Regluverkið kveður m.a. á um að skilja skuli að eignarhald raforkuvinnslunnar annars vegar og flutningskerfisins hins vegar, og að stofnuð verði sameiginleg orkustofnun (ACER) sem hafi eftirlit með hinum samevrópska markaði og leysi úr ágreiningi milli eftirlitsstofnana í aðildarlöndum vegna samtenginga yfir landamæri.
Fjöldi sérfræðinga og málsmetandi menn í orkumálum, viðskiptum mill landa hérlendis bentu á hverslags óefni væri verið að fara út í. Núna grípa þeir sem börðust fyrir pakkanum á lofti Úkraínustríðið á nafn sem orsök að pakkinn virki ekki sem er tóm della, því það var löngu komið í ljós að þetta kerfi virkaði ekki. Eins og margir málsmetandi menn bentu á í drögum að orkupakkanum.
Þeir sem stýrðu gerð að orkupakkanum voru hagsmunaaðilar sem hugsuð sér gott til glóðarinnar til að skara eld að eigin köku eins og hefur komið í ljós á Íslandi.
Þar sem í dag hefur komið fram að fráfarandi þingmenn og sitjandi þingmenn og ráðherrar eru stærstir í áætlunum að reisa vindorkuver á Íslandi
Hvenær fær almenningur á Íslandi nóg af þessari spillingu sem ríkir villt í landinu og er mest á Alþingi?