ÞETTA KAPPHLAUP ER REMBA

    “Hefðum við sem sagt átt að segja okkur frá öllu alþjóðasamstarfi og semja beint við lyfjarisana? Olnboga okkur fram fyrir röðina og heimta túrbóbólusetningu á ofdekraðri og smitlausri örþjóð á mettíma. Í þágu alþjóðasamstarfsins sem við höfum ekki trú á?” spyr Guðmundur Gunnarsson fyrrum bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ og öflugur samfélagsrýnir.

    “Við erum komin vandræðalega djúpt ofaní siðferðispokann ef Ísrael er allt í einu orðið viðmið í alþjóðamálum. Bretland er varla eitthvað til að miða við heldur. Fyrir utan þann stóra sannleika að við eigum allt okkar undir því að öðrum vegni vel um leið. Þetta kapphlaup er remba.”

    Auglýsing