ÞESS VEGNA ER UBER EKKI Í DANMÖRKU

    Fréttaritari í Danmörku:

    Hér er ágæt útskýring á því afhverju Uber er ekki í Danmörku. Ný löggjöf um leigubíla tók gildi í febrúar 2017. Í þessari nýju löggjöf var krafist að leigubílar væru með sjáanlegan mæli sem sýndi upphæð og kílómetra. Einnig að eftirlitsmyndavélar væru í bílunum og skynjarar í sætum. Uber hætti að veita sína leigubílaþjónustu í Danmörku í apríl sama ár (2017). Í dag eru skattyfirvöld enn að elta 1200 Uber bílstjóra sem borguðu ekki skattana sína.

    Auglýsing