ÞAÐ ER ÆÐRI MÁTTUR

  Það var sagt frá því í fréttum að 40 manns hefðu mætt til messu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 17. maí sem var fyrsta messa eftir samkomubann. Hugsa að með því að skipta kirkjunni niður sé hægt að rúma fleiri en þarna var ekki þörf á.

  Ég var meðhjálpari 1986 til ´96 í Grensáskirkju á þeim tíma sem séra Halldór Gröndal var þar prestur. Við Halldór vorum vinir. Hann var áður en hann gerðist prestur þekktasti veitingamaður Ísland opnaði t.d. Naustið 1954 sem var flaggskip íslenskra veitingahúsa um árabil. Hann var fyrstur Íslendinga til að stunda nám við Cornell háskola í Ithaka í New York fylki sem er virtasti hótelskóli í heimi. Svo fékk hann köllun og fór að læra til prests.

  Algeng kirkjusókn hjá okkur var þetta 50 til 80 manns plús kór. Nema á páskum og jólum, þá var staðið. Uppáhalds bæn séra Haldórs var Jesúbænin “Drottinn Jésús kristur sonur guðs, miskunna mér bersyndugum” (Lord Jesus Christ son of God have mercy on me a sinner).

  Nóta bene; U2 með Bónó í frontinum syngja lögin “I still haven´t found what i´m looking for” “Gloria” og ” Grace” og nokkur í viðbót, sem öll vísa í trúna, enda eru þeir félagar trúaðir.

  Á íslandi er trúfrelsi en að gamalli hefð erum við með ríkisrekna kirkju sem er barn síns tíma. Ég hefi séð Landakotskirkju troðfulla af útlendingum, aðallegga Pólverjum og Filipseyingum kl 15 ( held ég )á sunndudegi, jafnvel laugardegi. Hvað veldur lítilli kirkjusókn á íslandi? Erum við ekki trúuð? Ég hefi oft velt þessu fyrir mér.

  Ég er svo heppinn að tilvist æðri máttar hefur aldrei vafist fyrir mér sem í mínu tilfelli eru Guð og Jesú. Þó svo ég trúi ekki endilega á söguþráð biblíunar finnst ýmislegt þar ansi sérstakt. Trúi samt að Jesú hafi verið til, allavega er boðskapur hans óumdeilanlegur, m.a. kærleikurinn og fyrirgefningin. Þetta kom sér vel þegar ég fór í meðferð 1980 því án trúar á einhvern æðri mátt er erfitt að komastu frá fíkn hvaða nafni sem hún nefnist.

  Eins og ég sé þetta þá var þjóðin trúuð á fyrri öldum og þurfti á því að halda. Sjómenn fóru á árabátum út á sjó að fiska, þeir báðu til guðs að það fiskaðist og að þeir kæmust heilir heim. (ef það var enginn afli voru engir peningar). Fjölskyldan treysti á almættið. Aðbúnaður um borð var ógnvekjandi og hlífðarfattnaður lélegur enda sagði gamall sjómaður, sem var spurður um það á fyrri hluta síðustu aldra hverjar væru helstu framfaririnar sem hann hefði upplífað, fæddur á nítjándu öld, var svarið: Gúmmístígvélin.

  Bændur óskuðu eftir góðu tíðarfari. Ef fólk veiktist þá var stundum ekkert annað í stöðunn en að trúa á Guð. Svona má lengi telja. Þörf fólks fyrir einhverju ósýnilegu æðra afli. Nú er öldin önnur, sjómenn fara út í skipum sem eru bæði traust og hafa góðan aðbúnað bæði hvað varðar vistarverur, vinnuaðstöðu og vinnuföt, svo er aflatrygging þannig að þeir og fjölskyldan eru ekkert sérstaklega komin uppá almættið. Eins eru læknavísindin kominn það langt og aðgengi okkar að sjúkrahúsum það auðvelt að við treystum meira á læknana en Guð. Það er svo þegar fólk er komið með langt genginn sjúkdóm það og ættingjar kalla á almættið sem síðasta hálmstrá.

  Prestar hafa í nógu að snúast. Það er fullt að gera sem tengist sáluhjálp og aðstoð við bágstadda, brúðkaup, fermingar, skírnir og sitthvað sem maður ekki sér en þeir eiga erfitt með að fylla kirkjurnar.

  Mér hefur nokkrum sinnum verið bjargað frá dauða þar sem skýringin er engin önnur en sú að almættið hafi verið að verki. Ég er sannfærður um að það er til máttur okkur æðri.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.15 – Smellið!

  Pistill no.14 – Smellið!

  Pistill no.13 – Smellið!

  Pistill no.12 – Smellið!

  Pistill no.11 – Smellið!

  Pistill no.10 – Smellið!

  Pistill no.9 – Smellið!

  Pistill no.8 – Smellið!

  Pistill no.7 – Smellið!

  Pistill no.6 – Smellið!

  Pistill no.5 – Smellið!

  Pistill no.4 – Smellið!

  Pistill no.3 – Smellið!

  Pistill no.2 – Smellið!

  Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing