TEXASKLIPPING Á ÍSLENSKUM PRÍS

  Okkar maður í Texas:

  Loks hefur fundist staður á jarðarkringlunni þar sem venjuleg herraklipping er á Reykjavíkurverði.

  Í vesturhluta Texas, í Midland – Odessa, er þvílíkur uppgangur vegna olíuvinnslu í nýfundnum olíulindum að allir græða á tá og fingri. Meira segja rakarinn er orðinn hálaunamaður þegar verkamennirnir reiða fram 75 dollara til að komast framfyrir röðina og þá á eftir að greiða fyrir klippinguna.

  “Aldrei séð annað eins,” segir rakarinn kófsveittur í hjólhýsinu sem hann hefur breytt í rakarastofu.

  The Wall Street Journal greinir frá.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSVIKAMYLLA HATARI