TEKUR VIÐ EFNI EN FÆR EKKI BORGAÐ

    Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður á Akureyri.

    Á síðasta fundi Akureyrarstofu var lagt fram minnisblað amtsbókavarðar vegna skylduskila safnsins:

    Samkvæmt lögum nr. 20/2002 er Amtsbókasafnið annað af tveimur söfnum sem skilgreind eru sem móttökusöfn fyrir allt prentað efni sem gefið er út á landinu. Stjórn Akureyrarstofu telur óásættanlegt að Akureyrarbær, eitt sveitarfélaga, beri kostnað af lögum um skylduskil og felur formanni stjórnar og starfsmönnum að hefja viðræður við ríkið um fjárveitingar vegna starfseminnar.

    Auglýsing