TE & KAFFI GAFST UPP Í MATHÖLLINNI

    Te & kaffi tómt í Mathöllinni á Granda.

    Það er verið að stokka upp í Mathöllinni á Granda og stór hluti staðarins líkt og tilbúinn undir tréverk.

    Te & kaffi hefur yfirgefið Mathöllina en staðurinn var með miðsvæði hallarinna og það stærsta. Þangað kemur pizzustaður.

    Þá er sá ágæti súpu – og samlokustaður, Rabbar Barinn, líka horfinn á braut; ekki vegna rekstrarerfiðleika heldur var staðurinn seldur og með fylgdi sami staður sem slegið hefur í gegn í Mathöllinni á Hlemmi. Í hans stað kemur mexíkóskur staður á Granda.

    Auglýsing