TAKE AWAY TIL FORNA

    Kjötbúðin Borg á Laugavegi var einn af hornsteinum miðbæjarins á síðustu öld og þar réð ríkjum Þorbjörn í Borg eins og hann var kallaður, stofnaði búðina 19 ára gamall.

    Bjarni Magnús Aðalsteinsson bjó í hverfinu og man þetta eins og gerts hefði í gær:

    “Þarna var ódýr heitur hádegismatur til að taka með sér og svo var matstofan Laugaveg 26, ódýrust í bænum með mat, til að borða á staðnum og Björninn á Njalsgötu, hakkabuff með spældu eggi, ekkert annað, ódýrt og gott. Það var miklu skemtilegra að fara á röltið og éta á þessum stöðum, fara með fjölskylduna á Matstofu Austurbæjar við Hlemm, steik með öllu.”

    Þorbjörn í Borg var athafnamaður af gamla skólanum, goðsögn í lifanda lífi og kom víða við. Hann var m.a. í stjórn Eimskipafélags Íslands, Íslenskra Aðalverktaka, Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, stjórnarformaður í Byggingarfélaginu Brú hf. og formaður Sambands dýraverndunarfélaga Íslands.

    Auglýsing