SÝÐUR Á BOLLA ÚT AF DÖPRUM DEGI

  “Það eru fleiri sem tala íslensku á Strikinu í Kaupmannahöfn en á Laugaveginum í Reykjavík,” segir Bolli Kristinsson, kenndur við Sautján, og segir borgaryfirvöldum stríð á hendur vegna lokunar bílaumferðar í einu götunni í höfuðborginni sem skilgreind er sem verslunargata.

  “Það er af sem áður var þegar menn gátu keyrt með kærustunni rúntinn niður Laugaveginn, kíkt í búðarglugga, séð úrvalið og jafnvel stoppað til að versla. Nú þrífst þarna ekkert nema lundabúðir, krár, veitingahús og hótel. Fasteignagjöld hækka og lítið sem ekkert kemur í kassann hjá kaupmönnunum sem þó reyna að halda áfram.”

  Undir þetta tekur Anna Bára Ólafsdóttir í Dún og fiður sem stendur vaktina í rótgrónu fjölskyldufyrirtæki á Laugavegi handa götunnar þar sem stórveldi Bolla í Sautján var áður:

  Anna Bára í Dún og fiður.

  “Á fólk að koma hjólandi eða gangandi til mín í slyddu og byl til að kaupa sængur og kodda? Þær myndu eyðileggjast á leiðinni í strætó. Þetta er að verða skelfilegt ástand,” segir Anna Bára sem vill þó hvergi vera nema á Laugavegi – þó það sé varla hægt lengur.

  Bolli ætlar ekki að gefast upp og berjast gegn áformum Dags borgarstjóra og hans manna þar til yfir lýkur því honum er miðborgin kær. Hann sýndi það í verki fyrir mörgum árum þegar hann lét teikna útilaug við Sundhöllina á Barónsstíg fyrir eigin reikning. Og nú er útilaugin komin, kærkomin viðbót við gott mannlíf í miðbænum.

  “Dagur ætti ekki að vanmeta Bolla,” segja stuðningsmenn hans sem margir hverjir eru orðnir herskáir. Enda um líf og dauða verslunar í miðbænum að tefla.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…