SVONA VERÐUR GÖNGUBRÚIN SEM ALDREI ÁTTI AÐ KOMA

    Fréttaskeyti úr Vogunum
    Byggð verður há göngubrú yfir Sæbraut til að tengja hina nýju Vogabyggð við Vogahverfið. Brúin verður ekki ósvipuð brúnni á myndinni, ein af mörgum slíkum yfir umferðargötur í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
    Aldrei var gert ráð fyrir göngubrú yfir Sæbraut. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lofaði tilvonandi íbúum í Vogabyggð að Sæbrautin yrði komin í stokk og þannig gætu börnin gengið öruggum skrefum í skólann. Ekki er stokkurinn þó kominn og kemur líklega aldrei. En börnin eru komin og þau eru byrjuð í Vogaskóla, hinum megin við hraðbrautina.
    Göngubrúin yfir Sæbrautina verður bæði með tröppum og lyftu, upplýst og yfirbyggð. Ekki er hægt að segja að íbúar í Vogabyggð fagni þessari lausn. Brúin býður upp á að borgin hafi góðar tekjur af auglýsingum sem hengja má á hana, enda fer mikil umferð um Sæbrautina. Þarna gæti Dagur B. Eggertsson til dæmis auglýst fyrir næstu kosningar loforð um að Sæbrautin verði lögð í stokk.
    Auglýsing