SVONA LÍTUR LOFTMYNDAFLUG ÚT

    Á vefsíðunni Flightradar24 er hægt að fylgjast með flugi um allan heim. Þar sést meðal annars ferill flugvéla, sem einatt er beint frá einum flugvelli til annars. En þegar hann er í zik-zak yfir suðvesturhorninu eins og sést á þessu skjáskoti af FR24, þá kallar það á nánari skoðun.

    Í ljós kemur að þetta er loftmyndaflug með sérhæfðri flugvél til þeirra starfa. Sú er af gerðinni Partenavia Observer 2 og er í eigu Úlfars Henningssonar flugstjóra. Eitthvað segir það um bílasmekk flugstjórans að skráningarheiti vélarinnar er TF-BMW.

    Fyrirtækið Loftmyndir ehf hefur að mestu tekið yfir kortlagningu og loftmyndatökur hér á landi og er þetta flug á vegum þess. Það þýðir víst ekki að taka loftmyndir bara einu sinni, stöðug uppbygging og einstaka breytingar í náttúrunni sjá til þess að stöðugt þarf að uppfæra kortin.

    Auglýsing