SVONA FERÐAST SKÚLI MOG – MEISTARI Í AÐ PAKKA

  Þegar menn fljúga einu sinni í viku milli landa; 50 ferðir á ári, skiptir máli að kunna þá list að pakka ofan í ferðatösku.

  “Ég er meistari í að pakka,” sagði Skúli Mogensen í viðtali við New York Times fyrir tveimur árum:

  “Ég ferðast bara með handfarangur, eins létt og ég get. Þá týnist farrangurinn heldur ekki.”

  Skúli segir skipta öllu að vita í hverju maður ætlar að vera í ferðinni. Þegar hann ferðast með samstarfsfélögum (eða betri helmingnum) taka félagarnir yfirleitt þrenn jakkaföt og fimm pör af skóm með í tveggja daga ferð. Skúli ákveður hins vegar í hverju hann ætlar að vera dagana tvo og pakkar því.

  “Ég tek alltaf með mér hlaupaskó og æfingagalla. Það er mikilvægt eftir langar flugferðir að fara út, hreyfa sig og fá ferskt loft. Það er besta ráðið við flugþreytu. Svo er ég alltaf með sundskýlu í töskunni. Hún tekur ekki mikið pláss.”

  Sjá viðtalið í New York Times hér.

  Auglýsing