SVALA JAFNAR KYNJAHLUTFALLIÐ

  “Þessi nýjung mun hvorki skapa heimsfrið né hafa teljandi áhrif á hlýnun jarðar – en hún mun hafa jákvæð áhrif á kynjahlutfall hamborgara á matseðli Hamborgarafabrikkunnar. Það er þó eitthvað,” segir Jóhannes Ásbjörnsson á Hamborgarafabrikkunni þegar hann kynnir Svölu Björgvins til leiks á matseðlinum.

  Hamborgarafabrikkan, í samstarfi við
  Kjötkompaní og sjónvarps- og unaðskokkinn
  Eyþór Rúnarsson kynna með stolti nýjasta
  hamborgarann á Hamborgarafabrikkunni. Kjötið
  er algerlega einstakt, úr einum albesta hluta
  nautsins, hinu rómaða Ribeye. Þarna er á ferðinni
  einn safaríkasti steikarborgari sem um getur og er
  sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana.
  Í tilefni af komu nýja borgarans heldur Svala
  tónleika á Hamborgarafabrikkunni á Höfðatorgi
  með hljómsveit sinni. Svala er þekkt fyrir magnaða
  sviðsframkomu og um er að ræða sömu hljómsveit
  og sama „sett“ og Svala frumsýndi á síðustu
  Airwaves hátíð.

  Auglýsing