Sundskýlur eiga það til að riffna frekar í steinapottinum í Laugardalslaug frekar en í öðrum og venjulegri pottum. Þetta mátti Gústi Chef Eyrúnarson á Kaffi Vest reyna og það ekki í fyrsta sinn:
“Nú, 5 árum seinna næstum uppá dag, gerðist nákvæmlega þetta sama. Í kvöld fór ég í sund, þvoði mig vandlega án baðfata og gékk til laugar. Valið varð steinapotturinn, staður þarsem ég hitti oft fólk sem ég þekki og spjalla. Augnablikið þegar ég sest gerist það – swoos! – Speedoo sundskýlan mín rifnar frá pung og aftur á rófubein.”
Fleiri hafa þurft að reyna þetta í steinapottinum í Laugardal.