SUNDLANDI SÓLMYRKVAFRÉTT

    Þessa mynd tók ég af kórónunni í almyrkvanum í Chile í fyrrra.

    “Í dag eru sex ár þangað til almyrkvi á sólu sést frá Íslandi í fyrsta sinn síðan 1954. Almyrkvinn gengur yfir Vestfirði, Snæfellsnes og Reykjanes. Í Reykjavík verður sólin almyrkvuð í rétt rúmlega eina mínútu,” segir Sævar Helgi Bragason eða stjörnu Sævar og heldur áfram:

    “Sólin er almyrkvuð kl. 17:48. Þá verður hægt að sjá fjórar reikistjörnur raða sér eins og perlur í línu við sólina. Mesta sjónarspilið er í almyrkvanum. Í kringum kolsvart tunglið sést ægifögur sólkórónan og sólstrókar við jaðarinn. Allt í kringum okkur er sólsetursbirta. Þessa mynd tók ég af kórónunni í almyrkvanum í Chile í fyrrra. Næsti almyrkvi á eftir sem sést frá Íslandi verður ekki fyrr en árið 2196! Almyrkvi hefur ekki sést frá Reykjavík síðan 17. júní árið 1433. Akureyringar sáu síðast almyrkva árið 1469 og næst árið 2974. Get ekki beðið eftir honum.”

    Auglýsing