SUNDHÖLLIN HÆTT AÐ SELJA SNYRTIVÖRUR

  mynd / eir

  “Nei, við erum hætt að selja allt svoleiðis,” sagði afgreiðslukonan í Sundhöll Reykjavíkur þegar fúlskeggjaður viðskiptavinur ætlaði að kaupa af henni raksköfu eins og venjulega á 200 krónur eða svo.

  “Hvenær hættuð þið því?”

  “Þegar nýja laugin opnaði. Þá var ákveðið af yfirstjórninni að vera ekki með neinn söluvarning.”

  Skeggjaði sundgesturinn gekk því yfir í apótekið í Domus Medica, keypti raksköfu, mætti svo aftur og byrjaði að tuða í búningsklefanum:

  “Það var mikið úrval af snyrtivörum hér í gömlu Sundhöllinni, sjampó, svitalyktareyðar, rakakrem og allt til raksturs. En nú ekki neitt. Vita stjórnendur hér ekki að langflestir sundlaugagestir koma í sund til að þvo sér og snyrta en ekki til að synda?”

  Allir tóku undir og óánægjan kraumaði í pottinum fram eftir kvöldi.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…