SUMARVEISLA JÓNS ÓLAFS

  Diddú með gamla hljómplötuútgefanda sínum, Jóni í Skífunni sem var.

  Athafnamaðurinn Jón Ólafsson hélt árlegu sumarveislu sína í bakgarðinum hjá veitingastaðnum Dillon á Laugavegi í gærkvöldi. Safaríkt lambakjöt með sósum og salati, bjór á krana, kokteilar í tunnum, Guðni Ágústsson í ræðustóli, Dorrit með klónaða hundinn og eiginmann og Magnús Kjartansson og félagar léku fyrir dansi í kvöldsólinni. Partý ársins sögðu allir þegar þeir fóru heim klukkan ellefu samkvæmt sóttvarnarlögum.

  Einar Kárason og Gísli Örn Lárusson stinga saman nefjum
  Guðni Ágústsson messar yfir mannskapnum. Magnús Kjartansson bíður eftir að komast á svið.
  Siggi Hall og frú.
  Dorrit og Samson klónaði fá sér lambakjöt af veisluborði.
  Glaðbeittur gestgjafi.
  Vigdís Hauksdóttir og Margrét systir hennar, eiginkona Guðna Ágústssonar.
  Dorrit, Ólafur Ragnar og Samson yfirgefa sumarveisluna og halda heim.
  Auglýsing