SUMARSMELLUR KRISTÍNAR

Kristín og einn af sumarsmellum hennar.

Fimmtudaginn 1. júní kl 15-18 opnar Kristín Tryggvadóttir myndlistarkona einkasýningu sína undir yfirskriftinni, SUMARSMELLUR , í Gallerí Göngum í Háteigskirkju.

Kristín er Kópavogsbúi og er með vinnustofu þar. Hún var félagi í Anarkíu Listasal, síðar Gallerí GÁTT.  Hún er kennari frá KHÍ, stundaði nám við Handíða og Myndlistaskólann, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Kópavogs og fór í  námsferðir til Danmerkur og Ítalíu.

Kristín, er í SÍM, Íslenskri grafík og Vatnslitafélagi Íslands, og hefur haldið fjölda einka- og samsýninga hérlendis og í Danmörku, Ítalíu, New York, Svíþjóð, Bretlandi og Finnlandi.

Verk Kristínar á sýningunni spegla áhuga hennar á birtunni, árstíðunum og síbreytilegri náttúrunni. Hún hefur næmt auga fyrir litbrigðum landsins og leik ljóss og skugga.

Sýningin stendur yfir frá 1. júní fram í miðjan júlí 2023.

Auglýsing