SUÐURLAND SVÍNVIRKAR

    "Kannski eru Sunnlendingar einfaldlega að gera mjög góða hluti í ferðaþjónustu sem mikið má læra af."

    Vegfarandi sendir póst:

    Tölur Vegagerðarinnar um umferð á hringveginum eru fínn hagvísir. Tölurnar sýna að það hægir á aukningu umferðar (önnur afleiða) sem kemur ekki á óvart, enda hægir á fjölgun ferðamanna (önnur önnur afleiða) og eldsneytisverð hefur hækkað sem dæmi. Það er hins vegar mjög áhugavert hvað lengri tíma þróun er mismunandi milli landsvæða. Stöðug aukning virðist í umferð um Suðurland en ekki um Vesturland.  

    Þetta skýrist ekki bara af því að landsmenn fóru suðurleiðina í sólina fyrir austan í sumar. Kannski eru Sunnlendingar einfaldlega að gera mjög góða hluti í ferðaþjónustu sem mikið má læra af.

    Auglýsing