STYTTUR BÆJARINS

  Ég dvaldi í tvo mánuði í Buenos Aires í Argentínu í febrúar og marz 2003 og gerði tilraun til að læra tango og spönsku en argentínu spánskan er sérstök hvað varðar hreim og sum orð. Þeir eru mjög stoltir af sinni spönsku. Argentínu tangó er líka sér á báti á engan sér líkan, kynþokkafullur og djarfur.

  Hún amma mín, Lovísa Guðrún (Amma Lú) sem var með siðavandaðri manneskjum sem ég hefi kynnst um ævina blótaði aldrei, sagði í mesta lagi “ansvoðans” þegar tangó bar á góma og bætti við að þekktur kvennaflagari hefði sagt: “Tangó er besti dans í heimi, það er bara einn galli við hann, það er ekki hægt að dansa hann liggjandi.”

  Mér gekk lítið að læra spönsku og tangó enda er það ekki umræðuefnið í þessum pistli heldur það að eitt aðal aðdráttarafl og kennileiti Buenos Aires er kirkjugarðurinn í Recolecta hverfinu, Cementerio de la recolecta sem var stofnaður 1732 í kring um Recolecta klaustrið og kirkjuna þar, Covento de la recolecta. Þarna eru tæplega 5.000 leiði og grafhýsi sem sum hver eru algjört augnayndi byggð í Art Deco, Art Nuevo og Barokstíl með styttum og allskyns skrauti og díteilum og hafa m.a. 94 þeirra verið útnefnd þjóðargersemi og njóta verndar ríkisins.

  Hafandi sagt allt þetta þá verður mér hugsað til hljómplötu spilverks þjóðanna “Götuskór” sem kom út 1976 en þar er lag sem heitir “Styttur bæjarins”. En hingað og þangað út um borgina eru hinar ýmsu styttur og listaverk sem margar eru þar í litlu eða engu samhengi við umhverfi sitt. Þeim fækkar stöðugt sem vita af hverjum styttan er, hver bjó hana til eða hvað hún er að gera þar sem hún er. Hvað er Ólafur Thors til dæmis að gera hinum megin við götuna gegnt Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Hvað var Einar Ben að gera uppi á Klambratúni (reyndar búið að flytja hann upp að Höfá við Sæbraut ar sem hann bjó). Til skamms tíma var stytta af höfði Gunnars Thoroddsen fyrir utan hús sem stendur við hliðina á gamla Miðbæjarskólanum.

  Svo eru styttur sem eru flottar og eiga erindi en samt fáir sem tengja t.d. Héðinn Valdimarsson sem stóð fyrir byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut eða útilegumaðurinn eftir Einar Jónsson sem er við endan á gamla kirkjugarðinum í Suðurgötu svo eitthvað sé nefnt.

  Ég sæi fyrir mér að það yrði búinn til styttugarður þar sem öllum styttum borgarinnar yrði safnað saman og settar upp eins og ævintýraland fullt af lífi fyrri tíma. Það mætti gera afsteypur af sumum styttum sem fólk vill endilega hafa þar sem þær eru. Styttugarðurinn gæti verið inni í Laugardal eða við endan á Tjörninn þar sem Hrafn Gunnlaugsson vildi sjá Árbæjarsafnið í sjónvarpsþættinum Reykjavik í öðru ljósi. Er ekki stytta af Jónasi Hallgrímssyni einhversstaðar í hljómskálagarðinum? Þarna væru kaffihús fleiri en eitt og aðstaða fyrir fleiri styttur og listaverk, jafnvel gallerý, göngugötur og aðstaða til að gera eitthvað skemmtilegt. Þetta væri áhugasamt svæði sem spannaði yfir list hinna ýmsu íslensku og jafnvel erlendu listamanna langt aftur í timann og inn í framtíðina.

  My two cents fro free eða eins og Melkorka dóttir mín segir þegar ég er eitthvað í þessum dúr “túkall”.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.7 – Smellið!

  Pistill no.6 – Smellið!

  Pistill no.5 – Smellið!

  Pistill no.4 – Smellið!

  Pistill no.3 – Smellið!

  Pistill no.2 – Smellið!

  Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing