STUTT SÓTTKVÍ – SMÁSAGA

“Nú er ég kominn í 7 daga sóttkví. Fékk tilkynningu frá Smitrakningarteyminu í gærkvöld 4. okt. um að ég hefði komist í nánd við sýktan mann (reyndar einstakling, þó ég skilji ekki muninn) þann dag sem fær ekki staðist, því ég fór ekki út út íbúð í gær. Hins vegar gæti þetta átt við 3. okt sem ég held að sé rétt,” segir Sigurður Hreiðar fyrrum ritstjóri í Mosfellsbæ.
“Ég skuli dúsa sóttkví í 7 daga að viðlagðri refsingu ef út af bregð. Ekki get ég vitað hve nærri ég hef verið hinum sýkta meðan ég ekki veit hver hann er. Hef sent erindi þar um til covid.is en ekki fengið svar frá vélmenninu sem þar er boðið upp á lifandi spjall (live chat) við.
Þetta hefði nú getað komið upp á verri tíma, reyndar. Og kannski á ég ekkert að vera að væla. Á svona morgni væsir ekki um mig. Eftir morgunhressinguna er hægt að láta fara vel um sig hér á svalasófanum. Og ekki spillir útsýnið.
Kl. 11.20:
Við þetta er því að bæta að rétt í þessu var hringt í mig frá Smitrakningarteyminu og ég leystur undan sóttkvíarkvöð. Frjáls maður! Reyndist ekki hafa kássast upp á einstaklinginn né hann á mig.
Nú fer ég niður og næ í blöðin.”
Auglýsing