STUNDIN PÖNKAST Á EINARI KÁRA

“Fyrir hálfu eða einu ári fór einhver frá Útgáfufélaginu Stundinni að hringja í farsímann hjá mér í tíma og ótíma, oftast þegar ég var í einhverju öðru, og þegar ég baðst afsökunar á því var sagt: -Ég hringi þá á morgun! Sem var gert og á endanum féllst ég á eitthvað sem mér skildist að væri prufuáskrift,” segir Einar Kárason rithöfundur og hann hefði betur sleppt þessu:

“Borgaði þeim svo samviskusamlega einhverja þúsundkalla á hverjum mánuði þar til ég fattaði að mér fannst blaðið að mestu leiðinlegt, mér tókst aldrei að virkja einhvern “netaðgang” og að þaðan var einskis að vænta nema skíts og skammar. Nú rignir yfir mig lögfræðihótunum út af ógreiddum reikningum frá þessu batteríi. Veit einhver hvernig er hægt að losna úr svona löguðu?”

Auglýsing
Deila
Fyrri greinBILL WYMAN (84)
Næsta greinCOVID Á VOGI