
“Ég er í vinnuferð á Vestfjörðum þessa dagana og rakst á þessar taumgæsir, Bar-headed Goose. Tegundin er asísk og verpir við fjallavötn í Mið- Asíu en vetrarstöðvar eru í Suður- Asíu allt til suður Indlands. Þessi tegund er þekkt fyrir að geta flogið í mikilli hæð en farflug þeirra er yfir Himalaya fjallgarðinn,” segir Sigurjón Einarsson.

“Tegundin hefur verið flutt í fuglagarða í Evrópu og þessar 5 gæsir sem ég sá í dag hafa væntanlega sloppið úr einum slíkum. Fallegir fuglar sem gaman var að sjá og mér sýnist að lömbunum hafi þótt, ekkert síður en mér, gaman að virða þær fyrir sér.”