STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16

  Á Íslandi er hvergi leyfilegt að keyra hraðar en á 90 km hraða. Sem er í sjálfu sér alveg nóg þó stundum finnist mér aðstæður bjóða upp á meiri hraða. En til hvers? Til að spara einhverjar mínútur, jafnvel bara sekúndur eða ekki neitt því það koma oft kaflar þar sem allir hægja á sér og þá renna þeir upp að mér þeir sem ég tryllti fram úr nokkrum mínútum fyrr. Svo ég tali nú ekki um hættuna sem glannaakstur býður uppá.

  Ég mundi vilja að það væru fullt af myndavélum út um alla þjóðvegi og engin miskun því ef það eru lög á þá ekki að fara eftir þeim? Hvar eru mörkin? Hver getur ákveðið hvaða lög má brjóta og beygja og hver ekki? Lög eru lög.

  Mér er svo í fersku minni hérna í gamla daga þegar það voru c.a. 8 eða 10 bíó á Reykjavíkursvæðinu sem öll auglýstu í Mogganaum á svokallaðri skemmtana opnu. Myndir voru ýmist leyfðar öllum, bannaðar innan 12 ára, bannaðar innan 14 eða bannaðar börnum sem var það sama. Og svo “bönnuð’ innan 16 ára” og rúsínan í pylsuendanum: “Stranglega bönnuð innan 16 ára”.

  Vá, hver er munurinn á bönnuð innan 16 eða stranglega bönnuð innan 16. Þarna er verið að gera grín að lögunum. Er bönnuð innan 16 bara í þykjustunni. Svona má sjá víðar í okkar annars ágæta landi.

  Það eru sett lög og reglugerðir sem öllum finnst í lagi að fara ekki eftir. Sem dæmi: Það er bannað innan 20 ára að drekka áfengi sem ég legg engan dóm á en að fenginni reynslu þá eru nú ansi margir sem byrja mun fyrr annað hvort sjálfir eða undir eftirliti og leiðsögn foreldra eða forráðamanna. Ef það löglegt hver ákveður hvað má og má ekki?

  Svo er það furðulega í áfengislöggjöfunni; það má hleypa 18 ára inn á vínveitingahús en þau mega ekki drekka. Hver ber ábyrgð á því. Allir segja ekki ég . Veitingamaðurinn kennir þjóninum um að hafa afgreitt viðkomandi. Þjónninn segir: Hvernig á ég að geta haft einhverja stjórn á því hver kaupir og hver drekkur?

  Svona misræmi er þess valdandi að fólk hættir að bera virðingu fyrir lögum og reglum og gerir bara það sem það kemst upp með. Auðvitað á ekki að hleypa 18 ára inn. Hver setur mörkin hvaða lög má brjóta og hvaða lög má ekki brjóta. Þetta eru bara fá dæmi. Setjið lög sem allir bera virðing fyrir og fara eftir og fylgið þeim eftir – “plís”.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.33 – Smellið!

  Pistill no.32 – Smellið!

  Pistill no.31 – Smellið!

  Pistill no.30 – Smellið!

  Pistill no.29 – Smellið! /

  Pistill no.28 – Smellið!

  Pistill no.27 – Smellið! / Pistill no.26 – Smellið! / Pistill no.25 – Smellið! /

  Pistill no.24 – Smellið! / Pistill no.23 – Smellið! / Pistill no.22 – Smellið! / 

  Pistill no.21 – Smellið! / Pistill no.20 – Smellið! / Pistill no.19 – Smellið! / 

  Pistill no.18 – Smellið! / Pistill no.17 – Smellið! / Pistill no.16 – Smellið! / 

  Pistill no.15 – Smellið! / Pistill no.14 – Smellið! / Pistill no.13 – Smellið! / 

  Pistill no.12 – Smellið! / Pistill no.11 – Smellið! / Pistill no.10 – Smellið! / 

  Pistill no.9 – Smellið!/ Pistill no.8 – Smellið! / Pistill no.7 – Smellið! / 

  Pistill no.6 – Smellið! / Pistill no.5 – Smellið! / Pistill no.4 – Smellið! / 

  Pistill no.3 – Smellið! / Pistill no.2 – Smellið! / Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing