STRÆTÓSKÝLI Á HEIMSMÆLIKVARÐA

    “Frábær mynd af frábæru strætóbiðskýli sem Birna Björnsdóttir hannaði fyrir 40 árum,” segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt og heldur áfram:

    “Þetta var framsækin hönnun sem fékk fyrstu verðlaun í stórri samkeppni og Menningarverðlaun DV í framhaldinu. Þarna var bæði ljós og það var lagt til að þarna yrði einnig rafgeislahitun og rafrænar upplýsingar um hvenær væri von á næsta vagni. Þetta er hönnun sem var og er á heimsmælikvarða, stórgóð og stenst tímans tönn…og það eru einmitt gluggar til beggja hliða á þessum skýlum.”

    Auglýsing