STRÆTÓKONA ÁRSINS

    Fréttatilkynning:

    Könnun sem gerð hefur verið á meðal farþega sem þurft hafa samskipti við afgreiðslu Strætó leiðir í ljós að Monika Gabriela Bereza sé Strætókona ársins. Monika leysir vel úr flestum þeim málum sem til hennar koma og henni er betur treyst en yfirmönnum Strætó sem margir hverjir hugsa um Borgarlínuna eða ferðaþjónustu fatlaðra og hafa ekki tíma til að hugsa um annað. Síðan Monika tók við afgreiðslu Strætó þá hefur ánægjuvoginn með Strætó aukist og segja farþegar að það sé fyrst og fremst Monika að þakka enda kjarnorkukona á ferð. Monika er pólsk, talar mjög góða íslensku og er frá bænum Torun í Póllandi.

    Auglýsing