STRÆTÓBÍLSTJÓRI SÁ EKKI SÓLRÚNU SKRAUTLEGU

    Sólrún í strætóskýli.

    “Leið 4 á leiðinni á Hlemm sem var við Fellsmúla kl. 9:11 í morgun keyrði framhjá mér. Ég stóð beint fyrir framan skýlið við gangstéttarbrúnina. Ég veifaði þegar ég sá vagninn á leiðinni framhjá en bílstjórinn tók ekki eftir mér,” segir Sólrún Gunnarsdóttir strætófarþegi.

    “Viðkomandi gæti þurft að fara í einhvers konar sjónpróf vegna þess að ég var klædd í appelsínugula úlpu og gult pils, með rauða húfu og gulröndóttan trefil, með fiðlukassa á bakinu haldandi á sólberjasaft. Ég veit ekki hvort það hafi verið meira áberandi manneskja nokkurs staðar á leið þessa bílstjóra í morgun.”

    Auglýsing