STRÆTÓ SELUR SÁL SÍNA

    Þórhildur og auglýsingavagninn.

    “Strætó selur sál sína – vagninn er heilklæddur auglýsingu yfir alla glugga sem slörar útsýni, dimmir rúður og takmarkar dagsbirtu inn í vagninn – kjánalegur leikbúnaður inni í vagninum – sjálfsvirðingin farin – virðingarleysi gagnvart farþegum – allt er falt strætó,” segir Þórhildur Þórhallsdóttir strætófarþegi og bætir við:

    Þetta kemur fyrirtækinu sem er að auglýsa ekkert við – heldur er Strætó þarna að selja dagsbirtuna inn í vagninn og gera ferð farþega óþægilegri – Besta leiðin?”

    Kjánalegur leikbúnaður í vagninum.
    Auglýsing