STRÆTÓ FÆR EKKI AÐ OPNA MÖTUNEYTI

  Víða erlendis hefur strætisvögnum verið beytt í veitingastaði. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar að öðru leyti.

  Strætó hefur enn sem komið er ekki fengið að opna mötuneyti sitt að Hesthálsi 14 þar sem lokaúttekt hefur ekki fengist vegna breytinga á húsnæðinu sem hafa kostað Strætó hátt í 400 milljónir.

  Beiðni var tekin fyrir hjá Byggingar og skipulagsfulltrúa en frestað að taka ákvörðun. Á meðan verður Strætó að notast við matarbakka frá öðrum aðilum.

  Hér er umsóknin:

  Sótt er um leyfi til að breyta BN053852 vegna lokaúttektar þannig að innra skipulagi er breytt, nýr aðalinngangur á vesturhlið, gluggum breytt á norður- og austurhlið og afstöðumynd uppfærð á lóð nr. 14 við Hestháls. Erindi fylgir bréf hönnuðar með yfirliti yfir breytingar dags. 23. september 2019 og brunahönnun Eflu dags. september 2019. Gjald kr. 11.200 Frestað. Vísað til athugasemda.

  Auglýsing