STRÆTÓ EKKI NÓGU SEXÍ

    Kristbjörn og strætóskýlið við Reykjavíkurflugvöll. "Reyndar er hættuspil að ganga þessa leið í myrkrinu og bílaumferðinni."

    “Áhugaverð reynsla varðandi notkun eða notkunarleysi á strætó,” segir Kristbjörn Egilsson og heldur áfram:

    “Kom fljúgandi í fullri 180 manna þotu frá Akureyri til Reykjavíkurflugvallar í gærkvöldi. Af þessum 180 farþegum tóku aðeins tveir farþegar strætó. Allir hinir voru sóttir eða tóku leigubíl. Stoppistöðin ca 150 metra frá flugstöðinni. Götulýsing er lítil sem engin, myrkrið svo mikið að ég gat ekki tekið mynd og gangstéttir vantar. Reyndar er hættuspil að ganga þessa leið í myrkrinu og bílaumferðinni. Strætó (leið 15) gengur á 30 mínútna fresti á kvöldin en 15 mínútna fresti hluta dagsins. Á hvaða leið eruð þið borgarfulltrúar sem eigið að bera ábyrgð. Gyrðið ykkur nú í brók. Ég ætlast til að vakin sé athygli á þessu máli í borgarstjórn og bæjarstjórnum höfuðborgarsvæðisins.”

    Auglýsing