STRÆTÓ Á MÓTI UMFERÐ Á HÁANNATÍMA – ÓLAFUR ORÐLAUS

  Framkvæmdastjóri Strætó, Jóhannes Rúnarson, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 að hann vildi skoða þann möguleika að láta strætisvagna keyra á öfugum vegarhelmingi á háannatíma. Ólafur Guðmundsson, sem unnið hefur sjálfstætt við að taka út vegi og umferð, er ekki ánægður með þetta:

  Ólafur

  “Já, það er nefnilega það. Strætó vill fá að keyra á móti umferð, sem er jafnvel á 80 km. hraða, með farþega sem eru ekki í öryggisbeltum. Maður verður eiginlega orðlaus. Ég hef hvergi séð, hvað þá heyrt af svona fásinnu nokkurnstaðar í heiminum. Hvað ætla menn að segja ef það verður árekstur við rútu fulla af erlendum ferðamönnum varðandi skaðabætur og tryggingar. Ekkert um svona í umferðarlögum hvorki hér né erlendis.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…