STÓRU FRÉTTAÞJÓFARNIR

    Stóri vefmiðlarnir, mbl.is og visir.is, tóku upp frétt sem hér birtist á eirikurjonsson.is um að Mark Zuckenberg, stofnandi Facebook, væri í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni.

    Með fylgdi mynd af þeim hjónum tekin af Anne Siegel. Í engu gáfu miðlarnir upp heimildir sínar en báru “nýútskrifaðan heimspeking”, Karl Ólaf Hallbjörnsson, fyrir fréttinni en hann hafði rekist á Facebookhjónin fyrir utan Café Paris töluvert eftir að fréttin birtist hér klukkan 19:40. Mbl.is var með fréttina klukkan 21:24 og visir.is át hana þaðan upp klukkan 22:00.

    Þeir stálu þó ekki myndinni enda var hún merkt sem copyright Anne Siegel.

    copyright / anne siegel
    Auglýsing