Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

STOLT MÓÐIR

“Gæti ekki verið stoltari móðir í kvöld,” sagði Íris Gunnarsdóttir eftir landsleikinn gegn Sviss í knattspyrnu í gærkvöldi þar sem sonur hennar skoraði þrjú mörk og tryggði ótrúlegt jafntefli gegn sterkara liði….

Fara til baka


MOGENSEN KAUPIR LIST

Lesa frétt ›GRAY LINE Í HOLTAGARÐA 

Lesa frétt ›FORSETAFRAMBJÓÐENDUR VERÐA AÐ HAFA SVALIR

Lesa frétt ›SUNDLAUG VESTURBÆJAR 1976

Lesa frétt ›HJÓLHÝSI Í MÁLMEY

Lesa frétt ›TVÖ FORSETAAFMÆLI

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að skýringin sé augljós. Lúsmýsnar lentu sunnanmegin og svindluðu sér gegnum Hvalfjarðargöngin norður yfir. Sjá frétt!
Ummæli ›

...að Heilsustofnunin í Hveragerði hafi haldið upp á 60 ára afmælið sitt á sunnudaginn og þar mætti Gunnar í Krossinum (sem var) og Jónína Ben (sem er) ásamt fjölmörgum öðrum og fjörið var heilsusamlegt eins og vera ber.
Ummæli ›

...að verslunin Víðir, ein sú besta á landinu, fari ekki troðnar slóðir, hvorki í vöruúrvali, opnunartímum né öðru. Þeir mála bílastæðin fyrir fatlaða græn á meðan alþjóðareglur segja að þau eigi að vera blá - en þau eru fallegri svona græn hjá Víði.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. BRANDARI ÚR FJÁRMÁLAHEIMINUM:   Frá fréttaritara okkar í fjármálaheimi: --- Þegar fólk í íslenska fjármálabransanum hit...
  2. SUNDLAUG VESTURBÆJAR 1976: Myndin birtist í dagblaðinu Vísi 1976 fyrir nákvæmlega 39 árum. Annars er veðurspáin í dag sv...
  3. ÍSLENSKI FÁNINN Í ÞRÆLASTRÍÐINU: Íslenski fáninn, með nokkrum stjörnum í miðjunni, var notaður í bandarísku borgarastyrjöldinni á...
  4. FRÆGIR Í FERSTIKLU: Þéttur vindur en hlýr blés í Hvalfirði á laugardaginn eins og svo oft áður í Ferstiklu sem er ei...
  5. SKOTIÐ Í GEGNUM HÓTELGLUGGA Á HVERFISGÖTU: Sex skotum var skotið í gegnum fimm rúður á nýbyggingu efst á Hverfisgötu þar sem KEA-keðjan er ...

SAGT ER...

...að Morgunblaðið hafi átt forsíðufrétt helgarinnar um hjónin Júlíu Halldóru, sjúkraliða í Vogum, og Helga Guðmundsson trésmið sem ferðast um landið á gömulum Farmal Cub traktor, Helgi ekur og frúin situr á palli fyrir aftan hann sem einnig er svefnstaður þeirra. Þau fara hringvegin ekki hratt en sjá miklu meira en aðrir.
Ummæli ›

...að Ólafur Grímur Björnsson læknir, einn greindasti maður landsins, segi að eina framlag Íslendinga til súrrealisma, sem kenndur er við Salvador Dali, sé íslensk stafsetning - gjörsamlega óskiljanleg.
Ummæli ›

...að Valur Gunnarsson rithöfundur sé búinn að dvelja í tæpa viku í Bandaríkjunum með frábærum árangri eða eins og hann segir sjálfur: I've spent less than a week in the US and now they have gay rights and health care. Maybe I should come here more often.
Ummæli ›

...að snarphali og slétthali séu þekktir fiskar hér við land. Slétthali er algengur á djúpslóð suðaustan- og suðvestanlands og snarphali er algengastur djúpt undan Vestfjörðum. Þeir hafa fram til þessa lítt verið nýttir en breyting er að verða á því vestanhafs og eru þeir töluvert veiddir, einkum út af ströndum Nýfundnalands og Labrador. Það hefur verið sagt um þá bræður, slétthala og snarphala, að þeir séu ljótir fiskar en þeir þykja ljúffengir og sjómenn í Kanada, sem eru þjakaðir af miklum þorskbresti, renna til þeirra hýru auga. Slétthali og snarphali eru skyldir hokinhala en eru heldur minni. Smágaddar eru á hreistrinu og á framanverður bak- og raufarugga er hreistur sem líkist tönnum. Fiskurinn þykir því erfiður í vinnslu vegna óvenjumikils styrkleika í hreistrinu sem dregur fljótt úr vinnslugetu allra venjulegra véla. Smellið á myndband!
Ummæli ›

Meira...