Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

STOLT MÓÐIR

“Gæti ekki verið stoltari móðir í kvöld,” sagði Íris Gunnarsdóttir eftir landsleikinn gegn Sviss í knattspyrnu í gærkvöldi þar sem sonur hennar skoraði þrjú mörk og tryggði ótrúlegt jafntefli gegn sterkara liði….

Fara til baka


BLÚS Í BORGARFIRÐI

Lesa frétt ›



FORSALA Á AIRWAVES 2016 HAFIN Í KAUPMANNAHÖFN

Lesa frétt ›



SÁPUÓPERA Í ÞVOTTASTÖÐ

Lesa frétt ›



DANÍEL & ÓLAFUR

Lesa frétt ›



RÖK GEGN LÍKBRENNSLU

Lesa frétt ›



AF LITLUM NEISTA…

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að borist hafi póstur: Ég skoðaði tilbúna rétti frá Ali í búðarferð í gær. Athygli mína vakti réttur sem fyrirtækið kallar Gordon Bleu. Ef maður gúgglar má sjá að þessi réttur er/var líka til frá Holtakjúklingi og Kjarnafæði. Á minni eldhúsfrönsku heitir rétturinn cordon bleu. Spurningin er: Er hægt að treysta innihaldslýsingunni þegar þeir geta ekki haft nafnið rétt. Jón
Ummæli ›

...að betra sé að brenna upp en fjara út.
Ummæli ›

...að nú sé Verslun Guðsteins á Laugavegi komin með þessar líka fínu Speedo sundskýlur á aðeins 3.900 krónur. Fallegir litir.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. VEIKINDI BUBBA OG ÓMARS: Bubbi Morthens hefur verið að kljást við flensu og Ómar Ragnarsson hughreystir hann. Allt ger...
  2. KRAFTAVERK Á FORSÍÐU: Söngstjarnan Eyjólfur Kristjánsson er sem nýr maður eftir að hann fór í meðferð í sérstöku tæki ...
  3. SYSTKINI FÁ ÓLÍKA DÓMA: Hraðfréttir úr réttarsalnum: --- Erna Einarsdóttir, fyrrum starfsmannastjóri Landspítalans...
  4. NEYTENDASTOFA ZZZZZ: Fréttaskeyti úr opinbera geiranum: --- Neytandi hringdi í Neytendastofu í vikunni og lenti...
  5. MÁGKONA DAGS B. Á CNBC: Helima Croft, mágkona Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, var á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC...

SAGT ER...

...að eftir miklar vinsældir í Bretlandi komi hin stórskemmtilega sýning KATE til landsins. Leikhópurinn Lost Watch, sem hlotið hefur fjöldan allan af verðlaunum erlendis, kynnir KATE, fyndna og hjartnæma sýningu, í samstarfi við Miðnætti og Tjarnarbíó. Þegar 25.000 breskir hermenn lenda í Reykjavík og hertaka landið, hafa íslensku konurnar eitthvað nýtt til að einbeita sér að. KATE fylgist með íslenskri fjölskyldu í seinni heimsstyrjöldinni, Selmu uppreisnargjarnri dóttur þeirra og Kötu indælli sveitastelpu í vist hjá þeim. Það sem er áhugavert við þessa sýningu er að hún er flutt á ensku, en leikararnir blóta og syngja á íslensku. Ástandið svokallaða hefur einnig mikið verið í brennideplinum undanfarið, og þá einkum í tengslum við réttindi kvenna. Þess má þó geta að þó að KATE sé byggð á sögulegum atburðum er söguþráðurinn uppspuni. Agnes Wild er ungur og upprennandi leikstjóri og rithöfundur. Núna í haust var hún aðstoðarleikstjóri leikverksins Í hjarta Hróa Hattar í Þjóðleikhúsinu og leikstýrði söngleiknum Ronju Ræningjadóttur í fyrra sem sýndur var í Bæjarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Sýnt í Tjarnarbíó 26. nóv. – 6. des. 2015
Ummæli ›

...að ársfjórðungsritið Hrepparígur fjalli um mismunandi skattlagninu á smokkum og túrtöppum sem til umræðu hafa verið á Alþingi: Mikið uppistand varð í Apóteki Dagfinns dýralæknis þegar Vernharður einkabílstjóri neitaði að borga nema 12,5% virðisaukaskatt af pungbindi sem hann hafði fest kaup á. Hélt hann því fram að hann væri bara með eitt eista og bæri því að fá helmings afslátt. Þetta gæti Isbjörg ritari staðfest - en hún skellti á þegar eftir var leitað. Málið leystist ekki fyrr en séra Sigvalda bar að. "Gjaldið keisaranum það sem keisarans er," sagði klerkur. "Fjandinn hirði keisarann" öskraði Verhharður og æddi út á "óheftu" eistanu.
Ummæli ›

...að næsti forseti Íslands verði ekki í jakkafötum með bindi.
Ummæli ›

...að nýi diskurinn hans Geirs Ólafs sé falleg smíð.
Ummæli ›

Meira...