VILL BREYTA STJÓRNARSKRÁ FYRIR HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK

  Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri hefur lagt til breytingar á stjórnarskránni vegna brottvikningar Kristins Sigurjónssonar lektors við Háskólann í Reykjavík úr starfi vegna skoðana hans á samskiptum kynjanna. Þetta eru breytingarnar sem Ragnar leggur til:

  73. gr. Stjórnarskrárinnar hljóði svo:

  Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar, … nema starfsmenn Háskólans í Reykjavík (HR).

  Hver maður, … aðrir en starfsmenn HR, … á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.

  Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða, … nema um starfsmann HR sé að ræða.

  Tjáningarfrelsi … annarra an starfsmanna HR … má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.] 1)


  Sjá tengda frétt.

  Auglýsing