STJARNA GUÐJÓNS MEÐ MATAREITRUN

    Guðjón og Klæmint.

    Frá Færeyjum:

    Svo gæti farið að Klæmint A. Olsen, sem skorað hefur 24 mörk fyrir NSÍ lið Guðjóns Þórðarssonar í færeysku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu, verði ekki klár fyrir leikinn gegn B36 á laugardagskvöld en það er alger úrslitaleikur um færeyska meistaratitilinn. B36 er með 50 stig og NSÍ á einn leik til góða með 48 stig.  

    Klæmint A. Olsen spilaði með færeyska landsliðinu á Spáni, tapaði 3-0 og hefur verið með matareitrun og í rúminu síðan á mánudag.

    Auglýsing