“STJÁNI Á EKKERT Í VESKINU – VERÐUR EKKI VERTÍД

  “Hvenær byrjar hvalveiðivertíðin?” spyr Guðjón Ólafsson á sameiginlegri síðu hvalveiðimanna á Netinu, Hvalveiðifloti Íslands, þar sem menn skiptast á skoðunum og birta fróðleik um allt sem lýtur að hvalveiðum. Enda flestir fyrrum hvalveiðimenn eða hvalskurðarmenn í Hvalfirði.

  Jökull Harðarson svarar um hæl: “Stjáni á ekkert í veskinu, verður ekki vertíð.”

  Stefáni Hand er þá brugðið: “Í alvöru? verður ekki vertíð?”

  Tómas Ragnarsson: “Korter í aldrei.”

  Sigursveinn Jónsson: “Hún verður aldrei aftur. Allir aðalspaðarnir hættir, Tómas Ragnarsson Björn Guðmundsson Brynjar Steinbach, Ólafur Bielawski, Ólafur Guðmundsson, Sindri Thor Kristjánsson, Birgir Ragnar Birgis, Davíð Örn Júlíusson, Daði Már Jensson og Heimir Berg.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…