STELLA Á 40% AFSLÆTTI Í RÍKINU

    Belgíski gæðabjórinn Stella er seldur með um 40% afslætti í Vínbúðunum um þessar mundir í tilefni af 30 ára afmæli bjórsins á Íslandi.

    “Þetta tilboð stendur út mánuðinn í það minnsta og er gert í samráði og samvinnu við framleiðendur erlendis,” segir Birkir Ívar Guðmundsson framkvæmdastjóri Vínnes sem flytur Stellu inn.

    Mestur er afslátturinn á Stellu í flöskum en eilítið minni í öðrum umbúðum.

    Stella er einn frægasti bjór í heimi og hefur náð þvílíkri fótfestu í New York, svo dæmi sé tekið, að í Brooklyn-hverfinu er orðið Stella orðið samheiti yfir bjór. Þegar fólk pantar bjór í Brooklyn segir það ekki “beer” heldur “Stella”.

    Auglýsing