STEINI PÍPIR…

Steini pípari sendir myndskeyti:

Í útvarpsfréttum kom fram ósk byggingageirans um auknar byggingar, ekki bara vegagerð. Nú er lag að jafna kjörin í landinu, reisa félagslega húsnæðiskerfið úr öskustónni.

Steini pípari

Krafa láglaunafólksins er að það fái lifað af launum sínum. Það sem helst torveldar slíkt er gífurlega hátt húsnæðisverð. Nú eru vextir lágir og Seðlabankinn ætlar að beita sér í því að svo verði áfram.

Framtíðar arðsemisþörf hins opinbera af þessu húsnæði tekur auðvitað mið af því. Þá er arðsemi slíks húsnæðis ekki síst í því fólginn að það setur minni þrýsting á launahækkanir láglaunafólks og þar með á laun þeirra sem þar eru fyrir ofan. Þetta leiðir af sér minni verðbólgu sem kemur öllum til góða, ekki síst millistéttinni sem skuldar yfirleitt meira en láglaunafólkið.

Auglýsing