STEINI PÍPIR OG GEFUR TÓNINN

  Fjölbreytt atvinnulíf / Mynd / Steini pípari

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Þjóðríki geta safnað í sjóði, greitt niður skuldir og þannig átt eitthvað þegar skórinn kreppir að. Við höfum gert bæði en við verðum líka að taka gífurleg lán til að bregðast við fjármálakreppunni sem pestinni veldur.
  Meðan við vorum að greiða niður skuldir og safna gjaldeyrisvarasjóði þurftum við að halda aftur af okkur í uppbyggingu innviða. Nú þegar kreppir að getum við fengið verkin gerð á hagstæðara verði en í góðærinu. Þar að auki þarf hið opinbera ekki að halda jafn mörgum uppi á atvinnuleysisbótum og færri fyrirtæki og einstaklingar fara á hausinn með tilheyrandi tapi fyrir þjóðfélagið.
  Við þurfum að greiða þessar skuldir niður í næsta góðæri svo við verðum undirbúinn undir næstu kreppu sem samkvæmt venju kemur svona á.a.g. eftir 10 til 14 ár.
  Þar sem innviðir verða sterkari eftir þessa kreppu þá gætum við rifið okkur upp úr henni fljótt enda standa allir saman þegar erfiðleikar steðja að þó alltaf séu einhverjir skúrkar sem fara ekki að leikreglum samfélagsins.
  Auglýsing