STEINI PÍPIR Á UMHVERFISRÁÐHERRA

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Það hefur komið í ljós að við Íslendingar mengum 283% umfram það sem við höfum lofað að gera eftir 10 ár. Þó umhverfisráðherra mæti á ráðstefnur erlendis og lofi öllu fögru virðist ekki mikið um efndir.

  Steini pípari

  Það nýjasta í boði VG er að borgin hættir að meta metanbíla vistvæna. Þeir menga að vísu, það er rétt. Sú mengun er óumflýjanleg því ef metanið er ekki notað á bíla er því brennt upp í Álfsnesi. Það er því akkúrat engin umfram mengun af brennslu þess í bílum.

  Í stað þess að berjast gegn hlýnun jarðar berst umhverfisráðherra fyrir þjóðgarði sem einungis er ætlað að takmarka möguleika komandi kynslóða á að framleiða vistvæna orku.

  Auglýsing