STEINI PÍPIR Á SVANDÍSI

  Myndgrunnur Steina pípara heitir : "Kálfar verða alltaf kálfar".

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Samkvæmt þeim heimspekikenningum sem eru undirstaða þess stjórnskipulags sem við búum að eru völdin hjá fólkinu. Við felum þau fulltrúum okkar í kosningum. Við getum ekki farið með þessi völd að neinu viti nema fá réttar upplýsingar. Þess vegna eru fjölmiðlar kallaðir fjórða valdið.

  Steini pípari.

  Svandís Svavarsdóttir fékk í æsku hugmyndir úr öðru stjórnunarfyrirkomulagi sem faðir hennar nam í Austur-Þýskalandi á sínum tíma. Þar voru fjölmiðlar ekki vel séðir. Menn geta svo sem kallað það dónaskap af minni hálfu að vera að velta henni upp úr þessari sögu. Það væri það, ef verk hennar bentu ekki til þess að eplið félli ekki fjarri eikinni.

  Hún ætlar ein og sér að gara þá grunn breytingu á heilbrigðiskerfinu að færa allt inn á einn spítala, jafnvel starfsemi sem óhagnaðardrifin félög eins og Krabbameinsfélagið hafa byggt upp með miklum myndarbrag. Á þessum spítala er svo mikið álag að starfsfólk er að brotna undan því. Það er bæði skortur á starfsfólki og húsnæði til að ná að anna daglegum rekstri hvað þá heldur að bregðast við toppum. Svandís segir að þetta lagist svona á næsta aldarfjórðungi eða svo. Það þurfi tíma til að bregðast við.

  Á sama tíma hefur verið selt húsnæði sem gæti gagnast á meðan. Ég nefni t.d. St. Jóseps spítala. Auðvitað gengur það ekki að leysa ekki bráðan vanda vegna einhvers sem e.t.v. verður eftir 25 ár. Auðvitað gengur það ekki að bæta álagi á Landspítalann með því að taka verkefni af óhagnaðardrifnum félögum sem skiluðu góðu verki bara af því að það passaði ekki við hugmyndafræðina hennar. Auðvitað gengur það ekki að vera svo einstrengingsleg að hafna öllum einkarekstri hvort sem hann er hagkvæmur eða ekki. Hennar hlutverk er að gæta þess að heilbrigðiskerfið sé hagkvæmt og sinni sínu hlutverki án þess að skemma heilsu starfsfólk. Það er líka óásættanlegur dónaskapur við starfsfólkið að hóta því þegar það bendir valdhöfum (fólkinu) á vanhæfni hennar.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…