STEINI PÍPIR Á SAMHERJA & CO

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Talað er um Samherjamálið eins og einangrað fyrirbrigði og allir aðrir sem notið hafa góðs af kvótakerfinu séu góðir menn sem fara að leikreglum. Þá eru fréttirnar þannig að menn gætu haldið að ólöglegar aðferðir þeirra manna sem voru við stjórnvöldin í Samherja hafi eingöngu verið í Namibíu. Í fréttum hafa verið rakin slóð fyrirtækja og millifærslna sem sýna blekkingarvef sem líkur eru á að hafi  verið notaður til að svíkja frá skatti,  bæði hérlendis og erlendis.

  Steini pípari kann líka að veiða.

  Þeir sem fara með mikla peninga geta ánetjast auðsöfnuninni eins og fíkill eiturlyfjum. Það er fleira spilafíkn en að spila í spilakössum.  Marga grunar að fleiri að fleiri fíkla sé að finna meðal kvótaeiganda og skattaundanskot þeirra séu geymd í aflandsfélögum.

  Í þessu samhengi verður að skoða veru okkar á gráum lista fyrir þjóðir með ónógar varnir gegn peningaþvætti. Eru íslenskir stjórnmálamenn að draga lappirnar í þeim málum til að hlífa „vinum“ sínum?

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinÓLI Í KÍNA
  Næsta greinLYGINNI LÍKAST