STEINI PÍPIR Á PLAST

    Steini pípari sendir myndskeyti:

    Ég hef varað við því að fara of geyst í umhverfismálum. Það er nefnilega þannig að hvað sem við gerum hefur það áhrif á umhverfið. Við þurfum að velja þá kosti sem eru bestir hverju sinni.

    Steini pípari

    Þetta sannaðist í seinasta Gettu betur þætti. Það var spurt um plastpoka og sagt í skýringu að þeir hefðu upphaflega verið gerðir til að vernda umhverfið. Já það sagði alvitur spurningarhöfundur og það hlýtur að vera rétt. Menn höfðu áhyggjur af skógunum og plastpokar áttu að leysa pappírspoka af hólmi. Nú er það þannig að fleiri trjám er plantað í Evrópu en hoggin eru bæði til viðarframleiðslu og pappírsgerðar. Þannig var skapað mikið umhverfisvandamál vegna ímyndaðs vanda.

    Auglýsing