STEINI PÍPIR Á LANDVERND

  mynd / steini pípari

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Ég skilgreini öfga sem ákveðna einsýni. Það er fólks sem horfir á eitthvað ákveðið, slítur það úr öllu samhengi og berst síðan hatramlega fyrir þannig fengnum málstað. Þess vegna hef ég leyft mér að kalla Landvernd öfgasamtök.
  Nú eru að koma í ljós afleiðingar af baráttu þeirra sem ég hef margsinnis bent á sem líklega. Þeir hafa barist á móti næstum allri uppbyggingu raforkukerfisins, hvort sem það eru virkjanir sem hafa verið valdar sem skásti kosturinn í rammaáætlun eða línulagnir. Fleiri virkjanir eru öruggari en færri. Þetta hefur komið svo greinilega í ljós í því áhlaupi sem gekk yfir landið.
  Steini pípari í slætti.
  Nú hefur komið í ljós að raforkukerfið sem Landvernd berst gegn er eitt af lífsnauðsynlegum innviðum sem ættu að vera hafnir yfir þras. Hrun á því eins og gerðist síðustu daganna getur kostað mannslíf.
  Eitt sveitarfélag getur líka ákveðið svelta næstu sveitir með því að standa í vegi fyrir lagningu háspennulína. Þetta gengur ekki. Það þarf að skipuleggja þessi mál til langs tíma, gera sveitarfélögum skylt að hafa mikilvægar háspennulínur í aðalskipulagi, aðeins leyfa athugasemdir eftir auglýsingu á skipulaginu.
  Eins á aðeins að vera hægt að kæra ákvörðun í rammaáætlun og einfalda leyfisferli fyrir virkjanir eftir það. Hvernig væri vegalagning ef sama gilti um hana og raflínurnar? Þetta barasta gengur ekki. Nú er ríkisstjórnin loks að fatta það og segist ætla að breyta þessu til batnaðar. Vonandi fylgja gerðir orðum.
  Auglýsing