STEINI PÍPIR Á HUNDALÓGÍK

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  ….

  Það er svolítið skondin umræðan um sölu á upprunavottorðum. Menn vilja bæði eiga kökuna og éta hana. Þeir segja að það breyti engu að hafa selt kolaorkuverum réttinn til að kalla rafmagnið sitt hreint og fengið stimpil í staðinn um að orkan okkar sé komin úr kolum. Raforkan okkar sé jafn hrein eftir sem áður. Þetta er þá þannig að við getum selt hreinleikann aftur og aftur þar til öll orka í heiminum er alveg hrein eða hvað? Þetta var kallað í mínu ungdæmi hundalógík.

  Steini pípari

  Þeir sem eru að selja hreinleika landsins án þess að eiga hann, fá niðurgreidda hreina orku til að breyta henni í hreina raforku fyrir okkur. Ef við skoðum orkupakkana þá sjáum við að selja verður réttinn til að nýta fallorku vatna og háhita í eigu ríkisins hæstbjóðanda þ.e. á markaðsverði. Þetta hefur ekki verið gert og þannig er rétturinn niðurgreiddur. Þessar niðurgreiðslur eru barasta til að gera íslenska orku samkeppnishæfa til að skapa atvinnu hér á landi. Eitt af því sem gerir hana samkeppnishæfa er hreinleiki hennar. Niðurgreiðslan er ekki veitt til að breyta henni í kolaorku.

  Enn og aftur svei.

  Auglýsing