STEINI PÍPIR Á DAG

  "Það bjargar Degi ekkert" heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Erlendis er það þannig að æðstu opinberu starfsmenn segja af sér ef alvarlegar brotalamir eru á rekstrinum sem þeir eiga að stjórna, hvort sem þeir vissu beint af því einstaka tilviki sem um ræðir eða ekki.

  Í 55. gr. 5. mgr. sveitastjórnarlaga segir:

   Framkvæmdastjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki sveitarstjórnar þarf til.“

  Steini pípari

  Þrátt fyrir þetta segir Dagur að allir sem komu að braggamálinu séu hættir störfum hjá borginni. Hann er og var framkvæmdastjóri borgarinnar og honum bar að hafa yfirsýn yfir fjársukkið og undirrita pappírana. Ef undirmaður hans hefur ekki gert honum grein fyrir því að sá síðarnefndi hafi gert samninga í nafni Dags og ausið fé úr borgarsjóði án þess að láta Dag vita af því þá skiptir engu máli hvort hann sé hættur eða ekki – hann ætti að vera í fangelsi fyrir vikið. Það er nefnilega þannig að fjármunabrot geta verið í því fólgin að fara út fyrir umboð sitt. Ef hann hefur ekki haft beint skýrt umboð frá Degi þá hefur hann brotið af sér. Það er ekkert eðlilegt að hundruð milljóna renni út úr borgarsjóði án þess að framkvæmdastjórinn (Dagur) viti af því.

  Dagur lætur sem leyndin yfir málinu skipti engu, þetta sé bara spurning um skjalavörslu. Upplýsingalög og skjalavarsla er vörn gegn spillingu. Þetta mál hefur slíkan lit. Er nóg að í hvert skipti sem spilling kemst upp þá geti Dagur sagt: „Já þetta var ljót. Ég skal aldrei gera þetta aftur.“

  Auglýsing